fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Sancho gæti hafa gert Manchester United óleik í gær

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho skoraði í 2-0 sigri Dortmund á PSV í gær, sem vann þar af leiðandi 3-1 samanlagt í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum.

Sancho er á láni hjá Dortmund frá United, sem keypti hann einmitt frá þýska liðunu 2021. Sigur Dortmund í gær gæti haft slæm áhrif á United þegar allt kemur til alls. Það er þar sem United vonast til að fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi til að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð, fremur en bara efstu fjögur eins og venjulega.

Meistaradeildinni verður breytt á næsta ári og taka 36 lið þátt en ekki 32. Þau tvö lönd með flest stig, sem miðast út frá gengi félagsliða landanna í Evrópukeppnum á þessari leiktíð, fá auka sæti í Meistaradeildinni á þeirri næstu.

United er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en lætur sig enn dreyma um það fimmta.

Sem stendur eru Ítalía og Þýskaland þó í þessum efstu tveimur sætum. Það var reiðarslag fyrir England að United og Newcastle hafi dottið út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar til að mynda.

Sigur Dortmund í gær styrkti stöð Þýskalands í öðru sæti, en landið er 0,625 stigum á undan Englandi.

United þarf að treysta á að lið eins og Arsenal, Manchester City og Liverpool geri vel í Evrópu það sem eftir lifir leiktíðar og vonast til að það dugi til að tryggja Englandi fimmta Meistaradeildarsætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“