fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sádar ætla að herja á Real Madrid í sumar – Skoða þessa fjóra

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádar ætla að taka til sín á leikmannamarkaðnum í sumar, eins og í fyrra. Horfa þeir til að mynda til Real Madrid.

Spænski miðillinn Marca segir fjóra leikmenn Real Madrid vera á blaði félaga í sádiarabísku deildinni.

Luka Modric er þar á meðal. Svo virðist sem dagar þessa 38 ára gamla snillings séu senn taldir í spænsku höfuðborginni og að hann fari þegar samningur hans rennur út í sumar. Sádí kæmi vel til greina sem næsti áfangastaður.

Þá hafa Sádar einnig áhuga á Nacho Fernandez, sem einnig er að renna út á samning og ekki er víst hvort hann veðri framlengdur.

Bakvörðurinn Ferland Mendy er þá einnig á blaði en þar gæti spilað inn í að Alphonso Davies, leikmaður Bayern Munchen, er sterklega orðaður við Real Madrid fyrir sumarið.

Síðasti leikmaðurinn í þessum fjögurra manna hópi er Lucas Vazquez. Samningur hans er að renna út en líklegt þykir þó að honum verði boðinn nýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“