fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Harry og Meghan rjúfa þögnina um mæðradagsmynd Katrínar – Var átt við aðra mynd degi síðar?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 11:30

Harry og Meghan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er árinu hefur líklega engin ljósmynd valdið jafnmiklu fjaðrafoki og umtali á samfélagsmiðlum og mæðradagsmynd Katrínar hertogaynju með börn sín þrjú. Myndin er fyrsta opinbera myndin af Katrínu eftir að hún undirgekkst skurðaðgerð á kviði þann 16. janúar síðastliðinn. Þá strax var tilkynnt að Katrin myndi taka góðan tíma til að jafna sig og ekki sinna opinberum skyldustörfum fyrr en eftir páska. Svona langt hlé úr sviðsljósinu gerði það hins vegar að verkum að slúðursögur fóru á flug um að ástand hennar væri alvarlegra en af væri látið.

Sjá einnig: Birta fyrstu opinberu myndina af prinsessunni eftir aðgerðina

Því ákvaðu hjónin Katrín og Vilhjálmur að birta mynd og Netið fór á hliðina. Myndin var upphaflega birt á Instagram-síðu Katrínar og Vilhjálms Bretaprins og stuttu síðar var hægt að ná í myndina á öllum helstu ljósmyndaveitum. Fljótleg afturkölluðu veiturnar myndina því það hafði einhver „átt við hana.“ Katrín steig stuttu síðar fram og viðurkenndi sök sína í málinu, sem áhugaljósmyndari hefði hún gaman af að breyta myndum lítillega.

Sjá einnig: Helstu ljósmyndaveitur afturkalla nýjustu myndina af Katrínu krónprinsessu – Þetta er ástæðan

Katrín og börn hennar.

Sjá einnig: Myndaskandall Katrínar:8 ára mynd dregin fram í sviðsljósið í kjölfar samsæriskenninga

Page Six birti frétt þar sem haft var eftir heimildamanni nátengdum Vilhjálmi og bróður hans Harry og eiginkonu hans Meghan Markle hvernig Meghan sjálf myndi taka á svipaðri atburðarás. Sagði heimildamaður að fyrir það fyrsta myndi Meghan „aldrei gera svona mistök,“ myndabreytingin „séu mistök sem Meghan myndi aldrei nokkurn tíma gera“, og benti heimildamaðurinn á að „hún hefði næmt auga og æðislega athygli á smáatriðum“.

Harry fyrrum Bretaprins og Meghan hafa rofið þögnina með myndina umtöluðu með opinberri yfirlýsingu í gegnum talsmann sinn þar sem segir að ofangreind orð sem látin voru falla við Page Six komi ekki úr þeirra herbúðum, hvorki frá þeim sjálfum né nokkrum þeim tengdum. Opinbera yfirlýsingin sé í fyrsta sinn sem þau tjái sig um myndina, eins og segir í frétt Newsweek.

Page Six lét sér ekki duga að hafa eftir heimildarmanninum að Meghan myndi aldrei gera svona myndamistök, heldur kom þar einnig fram, haft eftir heimildarmanninum, að ef Harry og Meghan hefðu gert slík myndamistök þá „hefði þeim verið útrýmt.“

„Ef Harry og Meghan hefðu einhvern tíma lent í sama veseni hefði þeim verið útrýmt. Sömu reglurnar gilda ekki um bæði hjónin. Þetta eru ekki mistök sem Meghan myndi nokkurn tíma gera … hún hefur næmt auga og æðislega athygli á smáatriðum,“ hafði Page Six eftir heimildarmanninum. 

Þrátt fyrir mikinn þrýsting um að frummyndin af Katrínu og börnum hennar væri birt svaraði Kensington Palace að ljósmyndin af Katrínu og börnum hennar yrði ekki birt óbreytt. Konungssinnar halda því fram að Katrín vilji endilega bara gleyma þessu myndafári sem fyrst og halda bataferlinu áfram.

Fjöldi sérfræðinga hafa tjáð sig um myndina og hvernig henni hafi verið breytt og hverju hafi verið breytt. 

Daily Mail birti meðal annars mynd með 16 atriðum sem miðillinn telur að hafi verið breytt.

Myndin af Katrínu á mánudag er alvöru

Myndin var birt á sunnudag og degi síðar sást Katrín yfirgefa Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins. Talið er að hún hafi verið að fara til skoðunar hjá lækni, en Vilhjálmur var á leið til London vegna tveggja opinberra viðburða.

Netverjar hófu auðvitað strax að kryfja málið og kanna hvort eitthvað athugavert væri við bílamyndina og hvort átt hefði verið við hana. Ljósmyndarinn Jim Bennett var staðsettur á Datchet High Street þar sem hann hugðist ná mynd „snemma af Vilhjálmi prins á leið til Westminster Abbey fyrir samveldisdagþjónustuna. Við breytum ekki myndum okkar í Photoshop nema að stilla birtustigið ef þörf krefur,“ sagði Bennett við Fox News.

Bennett útskýrði hversu erfitt getur verið að taka myndir af farartækjum á hreyfingu. „Bílaskot eru óútreiknanleg á besta tíma og með smá endurspeglun á glerinu getur það verið erfitt. Eins og stundum gerist var það ekki fyrr en ég athugaði myndirnar eftir á til að ganga úr skugga um að ég væri með ramma af Vilhjálmi prins að ég áttaði mig á því að einhver sat við hliðina á honum. Það reyndist vera Katrín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“