fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Mike Tyson birti þetta myndband og aðdáendur Jake Paul eru áhyggjufullir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar og hnefaleikakappans Jake Paul eru áhyggjufullir fyrir hans hönd eftir að Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, birti æfingamyndband á X í gær.

Jake og Tyson munu mætast í hringnum þann 20. júlí í sumar og verður bardaginn í beinni útsendingu á Netflix.

Töluverður aldursmunur er á þeim félögum; Jake er 27 ára en Tyson verður 58 ára í sumar.

Tyson virðist þegar vera farinn að undirbúa sig fyrir bardagann og sýndi hann frá æfingu sinni í gærkvöldi. Kappinn er í fantaformi og enn býsna höggþungur eins og sjá má. „Það er eins og gott að sjúkrabíll verði til taks fyrir Jake Paul,“ sagði einn í umræðum undir myndbandinu.

Tyson keppti 58 sinnum opinberlega og vann hann 50 bardaga, þar af 44 með rothöggi. Jake er öllu minna reyndur í hringnum en þykir þó býsna harður í horn að taka. Eina tap hans til þessa kom gegn Tommy Fury í fyrra.

Búist er við því að bæði Tyson og Paul þéni fúlgur fjár fyrir bardagann þó ekki sé búið að opinbera tölur. Paul sagði þó ekki alls fyrir löngu að hann reiknaði alveg með því að bardagi milli hans og Tyson væri 300 milljóna dollara virði. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Tyson birti í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“