Barnið með rafrettuna er í barnabílstól og að sögn fjölmiðla vestanhafs er það aðeins tveggja ára gamalt.
Það fær sér smók og kallar síðan: „Nanny!“ Þá heyrist í einhverjum fullorðnum segja: „Hvað?“
Barnið segir síðan eitthvað óskiljanlegt en virðist vera að tala um rafrettuna þar sem það réttir rafrettuna fram og segir eitthvað.
Hitt barnið, sem er ekki í mynd, fær hóstakast og segir: „Þú ert að kæfa mig með rafrettunni.“
Talið er að myndbandinu hafi verið lekið af Whatsapp-þræði og var síðan birt á X (áður Twitter) fyrr í mars. Það hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal netverja.
Fólk vonar að með myndbandsbirtingunni muni vera hægt að bera kennsl á foreldra barnsins og tryggja öryggi barnanna.