fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segja vinnubrögð Heiðu vera óboðleg og krefjast þess að hún skýri aðkomu sína

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 07:39

Heiða Björg Hilmisdóttir Mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tug oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum sínum gagnrýna Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, harðlega í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Snýr gagnrýnin að aðkomu Heiðu Bjargar að gerð kjarasamninga og þá einkum þeim lið er snýr að gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum landsins.

Í grein sinni segjast oddvitarnir fagna gerð langtíma kjarasamninga og ekki sé annað hægt en að styðja markmið um minni verðbólgu, lægri vexti og aukinn stöðugleika.

Kom flestum í opna skjöldu

Benda þeir á að eftir gerð kjarasamnings hafi umfjöllun fjölmiðla að mestu snúist um gjaldfrjálsar skóla­máltíðir sem komu óvænt í fang aðþrengdra sveit­ar­fé­laga. Meginkrafan á sveitarfélög hafi snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum sem öll sveitarfélög hugðust bregðast við.

„Það má ræða hug­mynd­ina um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir og hvernig eigi að fjár­magna þær. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er vett­vang­ur til þess. Fyr­ir rétt rúm­um tveim­ur vik­um, eða 26. fe­brú­ar, kynnti formaður Sam­bands­ins fyrst hug­mynd­ir um gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir á fundi tæp­lega 50 sveit­ar­stjóra, bæj­ar­stjóra og borg­ar­stjóra. Kom það flest­um á fund­in­um í opna skjöldu að sveit­ar­fé­lög­in væru skyndi­lega orðin lyk­il­breyta í kjaraviðræðum á al­menn­um vinnu­markaði og með þess­um hætti,“ segir í greininni.

Tekið er fram að afstaða full­trúa sveit­ar­fé­laga á þeim fundi hafi verið mjög skýr; andstaðan var nán­ast ein­róma og ein­skorðaðist ekki bara við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

„Enda lá fyr­ir að hér væri ráðskast með sjálfs­ákvörðun­ar­rétt sveit­ar­fé­laga er snýr að mik­il­vægri þjón­ustu, eins og skóla­máltíðum.“

Brúnin þyngdist enn meira

Í greininni kemur fram að brún sveit­ar­stjórn­ar­manna hafi þyngst enn þegar í ljós kom að viðræður for­manns­ins við rík­is­valdið hóf­ust í upp­hafi árs og var fram­haldið í lok janú­ar eða mánuði áður en sveit­ar­stjórn­ar­fólki var kynnt þessi hug­mynd.

„Þann 1. mars, var ann­ar fund­ur með borg­ar­stjóra, bæj­ar­stjór­um og sveit­ar­stjór­um og enn var mik­il mótstaða meðal flestra sem tóku til máls. Stjórn sam­bands­ins fundaði í kjöl­farið og samþykkti bókun þar sem fram kom að stjórn sambandsins óski eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga.

„Því var treyst að formaður myndi starfa sam­kvæmt ein­dregn­um vilja sveita­stjórna og bók­un stjórn­ar og myndi upp­lýsa aðila vinnu­markaðar­ins og for­sæt­is­ráðherra um af­stöðuna með skýr­um hætti. Ljóst er að svo var ekki.“

Í greininni segja oddvitarnir að formaður hafi síðan látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að full sátt væri um þessa fram­kvæmd. Það sé hins vegar rangt.

„Í dag hitt­ast sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar af öllu land­inu á ársþingi Sam­bands­ins og þar er afar mik­il­vægt að formaður­inn skýri aðkomu sína að kjara­samn­ings­gerð á al­menn­um markaði.“

Undir greinina skrifa eftirfarandi oddvitar:

Alm­ar Guðmunds­son, Garðabæ
Ant­on Kári Hall­dórs­son,
Rangárþingi eystra
Ásdís Kristjáns­dótt­ir, Kópa­vogi
Ásgeir Sveins­son, Mos­fells­bæ
Berg­lind Harpa Svavars­dótt­ir, Múlaþingi
Björn Har­ald­ur Hilm­ars­son, Snæ­fells­bæ
Björn Guðmund­ur Sæ­björns­son, Vog­um
Bragi Bjarna­son, Árborg
Ein­ar Jón Páls­son, Suður­nesja­bæ
Eyþór Harðar­son, Vest­manna­eyj­um
Friðrik Sig­ur­björns­son, Hvera­gerði
Gauti Árna­son, Höfn í Hornafirði
Gísli Sig­urðsson, Skagaf­irði
Gest­ur Þór Kristjáns­son, Ölfusi
Guðmund­ur Hauk­ur Jak­obs­son, Húna­byggð
Hafrún Ol­geirs­dótt­ir, Norðurþingi
Heim­ir Örn Árna­son, Ak­ur­eyri
Hild­ur Björns­dótt­ir, Reykja­vík
Ingvar Pét­ur Guðbjörns­son, Rangárþingi ytra
Jó­hann Birk­ir Helga­son, Ísa­fjarðarbæ
Jón Bjarna­son, Hruna­manna­hreppi
Mar­grét Ólöf A Sand­ers, Reykja­nes­bæ
Ragn­ar Sig­urðsson, Fjarðabyggð
Rósa Guðbjarts­dótt­ir, Hafnar­f­irði
Sveinn Hreiðar Jens­son, Skaft­ár­hreppi
Þór Sig­ur­geirs­son, Seltjarn­ar­nesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks