Þetta kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag. „Ég reikna með að þessi hegðun breytist þegar Eldvörpin byrja. Þá er auðveldara fyrir kvikuna að komast beint upp og þá fáum við væntanlega lengri gos og hugsanlega einhverja öðruvísi hegðun,“ sagði hann einnig.
Hann sagðist telja að landrisið við Fagradalsfjall sé hverfandi samanborið við landrisið í Svartsengi. Sé þetta að hans mati skjálftavirkni sem sé svar Evrasíusflekans við að losna frá Ameríkuflekanum.
Hann sagði að Fagradalsfjall sé svæði sem ekki eigi að gjósa á en það hafi verið tektónískar spennur sem losnuðu í upphafi sem gert að verkum að gat myndaðist og kvikan komst upp á yfirborðið. Þetta sé ekki dæmigerður gliðnunaratburður og í Sundhnúkum og eigi eftir að eiga sér stað í Eldvörpum og á Reykjanestá.
Hann sagðist telja að eins og staðan er núna, muni ekki draga til tíðinda á Reykjanesskaga fyrr en í haust og að þá muni gjósa í Eldvörpum en ekki á Sundhnúkagígaröðinni.