Jadon Sancho er heldur betur að minna á sig hjá Dortmund þessa dagana og var hann hetja liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni í kvöld.
Um var að ræða seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum en fyrri leikurinn fór 1-1.
Sancho skoraði fyrra mark leiksins snemma leiksins en hann var að skora í öðrum leiknum í röð.
Marco Reus bætti við öðru marki á 95 mínútu og Dortmund komið í átta liða úrslit.
Sancho er í láni frá Manchester United þar sem Erik ten Hag neitaði að spila honum en Ten Hag og hans leikmenn sátu heima í sófanum í kvöld. Lið United komst ekki áfram úr riðlinum.
Á meðan var Sancho með bros á vör í Þýskalandi og skaut Dortmund áfram.
Á sama tíma vann Atletico Madrid 2-1 sigur á Inter í venjulegum leiktíma og er því framlengt en Inter vann fyrri leikinn 1-1.