Bournemouth vann ótrúlegan endurkomusigur á Luton á heimavelli í kvöld eftir að verið 0-3 undir í hálfleik. Um var að ræða frestaðan leik liðana.
Tom Lockyer fyrirliði Luton fór í hjartastopp þegar liðin mættust og var leikurinn blásinn af og endurtekinn í kvöld.
Ross Barkley, Taith Chong og Chiedozie Ogbene komu Luton í 3-0 í fyrri hálfleik.
Bournemouth svaraði fyrir sig í síðari hálfleik með fjórum mörkum, Antoine Semenyo skoraði tvö en þeir Dominic Solanke og Illia Zabarnyi skoruðu eitt hvor.
Luton hefði komist úr fallsæti með sigri en liðið er áfram þremur stigum á eftir Nottingham Forest.