fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

KR hefur átt í vandræðum með að gera upp við leikmenn frá síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 08:30

Mynd af Facebook síðu KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur átt í vandræðum með að gera upp bónusa við leikmenn sína frá síðustu leiktíð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Einn þeirra leikmanna sem átti inni talsverða upphæð var Sigurður Bjartur Hallsson sem gekk í raðir FH í síðustu viku frá KR.

Til að komast í gegnum leyfiskerfi KSÍ þarf félag að hafa lokið við allar greiðslur frá síðustu leiktíð.

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdarstjóri KR vill lítið segja um málið. „Við ræðum ekki málefni einstakra leikmanna,“ segir Bjarni í samtali við 433.is.

Samkvæmt heimildum 433.is vildi Sigurður fá bónusa sína frá KR greidda áður en hann samdi við FH, hafði þetta komið upp í samtali hans og aðila tengdum honum við þau félög sem höfðu áhuga á Sigurði.

Heimildir 433.is herma að fleiri leikmenn en Sigurður hafi átt í vandræðum með að fá bónusana frá síðasta tímabili greidda og hefur þetta verið rætt á meðal leikmanna liðsins.

Einhverjum þykir það furðulegt að KR sé að sækja stór nöfn á leikmananmarkaðinn þegar ekki er búið að ganga frá greiðslum síðasta tímabils.

KR hefur í vetur samið við Aron Sigurðarson, Alex Frey Hauksson og Axel Andrésson sem allir eru að koma heim úr atvinnumennsku. Þá hefur félagið samið Guy Smit um að verja mark liðsins í sumar en KR spilar undir stjórn Gregg Ryder.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Í gær

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Í gær

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr