Paris Saint-Germain ætlar sér að bjóða í Marcus Rashford framherja Manchester United í sumar. Enska blaðið Mirror heldur þessu fram.
Segir að franska félagið sé tilbúið að greiða 75 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.
Rashford er með rúm 300 þúsund pund á viku hjá United en hann gerði nýjan samning við félagið síðasta sumar.
Frammistaða hans innan vallar í vetur hefur hins vegar verið slök og utan vallar hefur kappinn einnig átt í vandræðum.
Forráðamenn PSG vilja fylla í skarð Kylian Mbappe sem fer frítt í sumar en talið er að United sé tilbúið að skoða sölu á Rashford fyrir 100 milljónir punda.