Svo alvarlegri að fólk getur dáið af að borða kjötið. AP segir að átta börn og einn fullorðinn hafi látist á eyjunni Pemba nýlega eftir að hafa sæskjaldböku. 78 til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús.
Það er velþekkt að kjötið geti valdið alvarlegri matareitrun en samt sem áður sækir fólk í það. 2020 létust sjö manns á Pemba eftir að hafa borðað sæskjaldböku.
AP segir að áfallahjálparteymi hafi verið sent til eyjunnar og auk þess að veita áfallahjálp eigi teymið að hvetja íbúana til að láta það alveg eiga sig að borða sæskjaldbökur.