fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Skildi ungabarn eftir í leikgrind í 10 daga

Pressan
Fimmtudaginn 14. mars 2024 06:30

Kristel Candelario. Mynd: Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kristel Candelario, 32 ára, sem býr í Ohio í Bandaríkjunum, fór í frí til Detroit og Púertó Ríkó í júní á síðasta ári skildi hún 16 mánaða dóttur sína eina eftir í leikgrind heima hjá sér. Dóttirin, Jailyn, var látin þegar Candelario kom heim aftur.

Sky News segir að Candelario hafi játað að hafa orðið dóttur sinni að bana og að hafa stefnt heilsu hennar í hættu. Hún gerði samning við saksóknara um að játa þetta í stað þess að saksóknari féll frá tveimur ákæruatriðum um morð og líkamsárás.

Dómur verður kveðinn upp yfir Candelario í næsta mánuði og á hún ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Saksóknari segir að Candelario hafi skilið Jailyn eftir á heimili þeirra í Cleveland þegar hún fór í frí. Þegar hún kom heim tíu dögum síðar andaði Jailyn ekki og hringdi Candelario þá í neyðarnúmerið 911.

Jailyn var úrskurðuð látin eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Krufning leiddi í ljós að hún hafði dáið úr hungri og alvarlegum vökvaskorti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?