Major ætti að vita eitt og annað um ferðalög því hann hefur starfað sem flugþjónn í 24 ár. Út frá reynslu sinni segir hann að það geti gert langar flugferðir mun betri ef fólk sleppir því að borða matinn sem boðið er upp á leiðinni.
Samkvæmt því sem Major segi þá er lykilatriðið í langflugi að reyna að sofa eins mikið og hægt er. Þannig geti fólk verið ferskt þegar það kemur á áfangastað sinn.
„Fólk með mikla reynslu af ferðalögum, þú sérð strax eftir flugtak að það er búið að pakka sér inn og farið að sofa,“ sagði hann í samtali við CNNTraveller.
Það getur tekið allt að tvær klukkustundir í sumum flugum að bera fram matinn og safna umbúðunum saman þegar fólk er búið að borða. Þetta rænir farþegana hvíldartíma og getur einnig ruglað líkamsklukkuna að sögn Major.