fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Andi ósigurs vofir yfir“ segir Macron

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 04:30

Emmanuel Macron. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli nýlega þegar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að ekki sé útilokað að hermenn frá NATO verði sendir til Úkraínu á einhverjum tímapunkti. Talsmenn annarra NATO-ríkja voru sumir hverjir fljótir til og sögðu að það kæmi ekki til greina.

En það hefur ekki þaggað niður í Macron og í síðustu viku ræddi hann aftur um málefni Úkraínu og gagnrýndi við það tækifæri frammistöðu Vesturlanda í stuðningnum við Úkraínu og óbeint gagnrýndi hann þau viðbrögð sem ummæli hans um að senda hermenn til Úkraínu hafa fengið.

„Á hverjum degi útskýrum við strategískar takmarkanir okkar á sama tíma og við stöndum andspænis andstæðingi sem er ekki með neinar slíkar takmarkanir . . . andi ósigurs vofir yfir,“ sagði Macron að sögn The Economist.

Orð hans má túlka í samhengi við það sem er að gerast í nágrannaríkinu Þýskalandi. Olaf Scholz, kanslari, var einna fyrstur til að hafna hugmynd Macron um að senda hermenn til Úkraínu. Þess utan hefur Scholz verið ófáanlegur til að láta Úkraínumenn fá Taurus-flugskeyti.

Frakkar hafa gengið lengra og látið Úkraínumenn fá Scalp-flugskeyti sem eru mjög sambærileg Taurus-flugskeytunum.

En hvað varðar heildarstuðning við Úkraínu þá hafa Þjóðverjar látið miklu meira af hendi rakna til Úkraínu en Frakkar sem eru raunar frekar neðarlega á listanum hvað varðar stuðninginn við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“