fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Vísbendingar um allt að Katrín fari fram – Svona er líkleg atburðarás

Eyjan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 18:58

Katrín Jakobsdóttir á á kjördegi. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að allt sé komið á fullt varðandi undirbúning forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur.

Vísbendingarnar eru á hverju strái. Þannig vakti það athygli að Katrín var mætt í settið hjá Gísla Marteini í Vikunni á RÚV síðastliðið föstudagskvöld og var þar í forsetalegum stellingum. Þá tók hún sér að setja saman vikumatseðil fyrir Morgunblaðið og valdi þar þjóðlega rétti á borð við plokkfisk og kjötsúpu sem var þó með fjölmenningarlegu ívafi.

Hulunni smátt og smátt svipt

Stærsta vísbendingin var þó eflaust sakleysisleg afmæliskveðja Katrínar á Facebook en þar fagnaði hún 46 ára afmæli eiginmanns síns, Gunnars Sigvaldasonar, sem og tuttugu ára sambandsafmæli þeirra hjóna.

Á pólitískum ferli Katrínar hefur Gunnar haldið sig algjörlega utan sviðsljóssins og því tímasetning kveðjunnar allra athygliverð. Maki forsetaframbjóðanda spilar óneitanlega stórt hlutverki í baráttunni um Bessastaði og því þykir líklegt að kveðjan sé til marks um það að Gunnar sé klár í slaginn og nú verði hafist handa við að svipta hann hulunni.

Telja má líklegt að á næstu vikum muni Katrín og hennar fólk gefa enn frekar í við að lauma að þjóðinni skilaboðum um að hún myndi verða prýðisforseti.

Skoðanakannanir segja af eða á

Splæst verður í skoðanakannanir bak við tjöldin og ef þær lofa góðu, sem allar líkur eru á, mun Katrín lýsa formlega yfir framboði skömmu fyrir lokafrestinn þann 26. apríl næstkomandi. Komi kannanirnar hins vegar illa út gæti Katrín endurskoðað málið.

Það er morgunljóst að ráðherrann tæki talsverða áhættu með framboði. Hún þyrfti að segja af sér núverandi embætti og ætti varla afturkvæmt í stjórnmálin fyrr en eftir talsvert hlé.

Það væri frekar neyðarleg staða fyrir forsætisráðherra að tapa forsetakapphlaupinu.

Skuggi fallið á vinsældirnar

Þó Katrín sé sigurstrangleg þá hefur skuggi fallið á vinsældir hennar á þessu kjörtímabili og hún er berskjölduð fyrir gagnrýni úr öllum áttum. Enda hefur hún þurft að gera ýmiskonar þungbærar málamiðlanir í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá mun það eflaust reynast henni strembið að skilja við flokkinn sinn í sögulega slæmri stöðu.

Stutt og snörp kosningabarátta væri því best fyrir Katrínu. Það eru andstæðingar hennar sem verða líklegri að sækja á varðandi fylgi í kosningabaráttunni heldur en að hún rjúki skyndilega upp í vinsældum eftir sem á líður.

Hvað sem verður þá eru allar líkur á að sögulegar forsetakosningar séu í vændum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“