fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Verður 50% starfsfólks í fjarvinnu árið 2030?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2024 18:10

Vinnum minna segir hann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri vinna orðið heima hjá sér nokkra daga í mánuði. Talið er að allt að 70% verði komið í fimm daga fjarvinnu í hverjum mánuði árið 2025. 

„Það er vitanlega erfitt að segja nákvæmlega til um fjöldann sem mun vinna heima á næstu árum því hann fer eftir atvinnugreinum, svæðum, tækniþróun, einstaklingsbundnum þörfum hvers og eins og mismunandi áherslum kynslóða. COVID-19 ýtti þessari þróun klárlega af stað. Þá sáu fyrirtæki kosti þess að starfsfólk ynni heima á sveigjanlegum vinnutíma eða gæti valið hvenær það væri við á skrifstofunni. Tæknin hefur í framhaldi ýtt enn frekar við þessari þróun og við sjáum svo sem ekki hvert hún tekur okkur í þessu tilliti,“ segir Gísli Þorsteinsson vörustjóri HP Poly hjá Opnum kerfum, en HP Poly mynd- og hljóðlausnir eru þróaðar fyrir blandaða vinnu (e. hybrid) af ýmsum toga.

Gísli segir að það sem muni drífa áframhaldandi heimavinnu áfram á næstu árum sé öflugri nettenging og búnaður, ýmis samvinnutól, gervigreind, sýndarveruleiki, öryggi og ekki síst krafa um meiri sjálfbærni.

„Þessir þættir munu auka skilvirkni, spara tíma, draga úr sóun og gera fjarvinnu að aðgengilegri kosti, ekki síst meðal þeirra sem yngri eru. Ef ChatGPT er spurt kemur meðal annars fram að 50% eða fleiri muni geta unnið heiman frá sér árið 2030. Í einni grein, sem nefnist Future Workforce Report segir að árið 2028 muni 73% allra deilda í fyrirtækjum hafa fólk í fjarvinnu. Önnur grein hjá Global Workplace Analytics spáir því að 70% muni vinna í fjarvinnu að minnsta kosti fimm daga í mánuði árið 2025. Þá er spurning hvað verður um allt skrifstofurýmið sem verður ekki lengur í notkun?“

Vitanlega eru áskoranir við að vinna heiman frá sér, svo sem tölvuglæpir af ýmsum toga en með réttum tæknibúnaði ætti það ekki að vera vandamál.

Þá er jafnvel talið að aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs muni ýta enn frekar undir fjarvinnu með tíð og tíma. „Um leið mun starfsfólk meta það frelsi sem getur haft með því að velja sér tíma og stund fyrir vinnuna sína. Fyrirtæki munu gera sér grein fyrir þessum breytingum og koma til móts við þessar óskir til þess að laða að sér hæfileikaríkt og öflugt starfsfólk,“ segir Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?