Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins ætlar ekki að velja Kobbie Mainoo miðjumann Manchester United í hóp sinn í vikunni.
Sky Sports segir frá þessu en þessi 18 ára gamli leikmaður hefur spilað afar vel undanfarnar vikur.
Margir áttu von á því að Southgate myndi skoða Mainoo fyrir Evrópumótið í sumar en Sky Sports segir svo ekki vera.
Þess í stað verður Mainoo í U21 árs landsliðinu en hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið.
Mainoo byrjaði tímabilið meiddur en hefur á nýju ári átt marga frábæra leiki fyrir Manchester United.