Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur boðað það að Mohamed Salah verði í byrjunarliði Liverpool þegar liðið heimsækir Old Trafford á sunnudag.
Salah er að koma til baka eftir meiðsli og kom inn af bekknum gegn Manchester City á sunnudag.
Liverpool mætir Sparta Prag í seinni leiknum í Evrópudeildinni á morgun en Liverpool fer með öruggt forskot í þann leik.
„Hann er klár í slaginn, það er allt í góðu og við þurfum ekki að passa hann núna,“ segir Klopp.
„Ég veit ekki hvort hann geti spilað 90 mínútur en hann er klár í byrja leikina núna. Það er á hreinu.“