Gylfi Þór Sigurðsson hefur gengið frá samningi við Val og mætir til liðsins nú þremur vikum áður en Besta deildin fer af stað. Gylfi hefur spilað 80 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ljóst er að Valsmenn eru með reynt og öflugt lið og með komu Gylfa hafa leikmenn Vals leikið 241 A-landsleik.
Enginn hefur leikið fleiri leiki en Birkir Már Sævarsson sem lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland en Hólmar Örn Eyjólfsson og Aron Jóhannsson eiga báðir 19 A-landsleiki, Hólmar fyrir Ísland en Aron fyrir Bandaríkin.
Ljóst er að koma Gylfa til Vals er hvalreki fyrir félagið og Bestu deildina en Gylfi er skærasta stjarnan í íslenskum fótbolta og hefur verið um langt skeið.
Gylfi lék síðast með Lyngby í Danmörku en rifti samningi sínum í janúar, hann hefur æft með Val undanfarna daga á Spáni og nú gengið frá samningi við félagið.
Landsleikir Vals:
Gylfi Þór Sigurðsson – 80 A-landsleikir
Aron Jóhannson – 19 A-landsleiki (Fyrir Bandaríkin)
Elfar Freyr Helgason – 1 A-landsleikur
Birkir Már Sævarsson – 103 A-landsleikir
Frederik Schram – 7 A-landsleikir
Hólmar Örn Eyjólfsson – 19 A-landsleikir
Kristinn Freyr Sigurðsson 1 A-landsleikur
Orri Sigurður Ómarsson 3 A-landsleikir
Sigurður Egill Lárusson 2 A-landsleikir
Tryggvi Hrafn Haraldsson 4 A-landsleikir
Jónatan Ingi Jónsson – 2 A-landsleikir