Það virðist vera mikill áhugi á Luis Diaz, leikmanni Liverpool, þessa stundina.
Diaz gekk í raðir Liverpool í janúar 2022 frá Porto. Kostaði hann á þeim tíma 37 milljónir punda.
Síðan hefur Kólumbíumaðurinn skorað 22 mörk í 85 leikjum í öllum keppnum.
Undanfarna daga hefur Diaz verið orðaður við Barcelona en nú segir El Pais að Paris Saint-Germain hafi áhuga á að fá hann til sín í sumar.
Félagið er í leit að arftaka Kylian Mbappe og sér Diaz sem góðan kost.
Auk Börsunga og PSG fylgist AC Milan einnig með gangi mála hjá Diaz.