Anthony Elanga, leikmaður Nottingham Forest og fyrrum leikmaður Manchester United, kom með áhugavert svar er hann var spurður út í hver væri vanmetnasti leikmaður sem hann hefði spilað með.
„Sá sem kemur upp í hugann er Angel Gomes. Hann er svo góður,“ sagði Elanga.
Gomes er uppalinn hjá United og spilaði fyrsta leik sinn fyrir aðalliðið 2017. Hann spilaði aðeins tíu leiki áður en hann fór til Lille árið 2020.
„Fólk sá hann á EM U21 sem England vann og hann sýndi gæði sín sem sexa, átta og tía. Það var ótrúlegt. Ég gæti nefnt fleiri leikmenn en Angel kemur upp í hugann,“ sagði Elanga enn fremur.