Kyle Walker, bakvörður Manchester City, útilokar ekki að fara til Sádi-Arabíu í framtíðinni.
Deildin þar í landi hefur lokkað til sín hverja stórstjörnuna á fætur annarri undanfarið ár eða svo.
„Ég mun aldrei segja aldrei. Peningarnir sem þeir eru að bjóða þarna spilar auðvitað sterklega inn í að leikmenn fari þangað,“ segir Walker.
„Ronaldo opnaði dyrnar fyrir alla þangað. Ef þeir halda áfram að lokka til sín öll þessi stóru nöfn verður deildin betri og af hverju ætti maður þá ekki að vilja fara þangað?“
Walker liggur þó ekki á að komast frá City.
„Enska úrvalsdeildin er hins vegar sú besta í heimi svo ég vil vera hér eins lengi og mögulegt er.“