fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Kalla eftir rannsókn á dauða Boeing-uppljóstrarans

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Barnett, fyrrverandi starfsmaður Boeing-flugvélaframleiðandans, fannst látinn í bifreið sinni í vikunni og segir lögregla að grunur leiki á að hann hafi svipt sig lífi.

Barnett, sem var 62 ára, starfaði hjá Boeing í 32 ár uns hann hætti árið 2017. Eftir að hann hætti lýsti hann miklum áhyggjum af öryggi Boeing-flugvéla og sagðist meðal annars hafa biðlað til aðstandenda sinna að setjast ekki upp í slíkar flugvélar.

Hjá Boeing starfaði Barnett meðal annars sem gæðastjóri í verksmiðju fyrirtækisins í North Charleston þar sem 787 Dreamliner flugvélarnar voru meðal annars framleiddar.

Hann steig fram árið 2019 og lýsti yfir miklum efasemdum um öryggi 787-þotunnar. Benti hann til dæmis á að súrefniskerfi vélarinnar væri gallað og stjórnendum Boeing hefði verið bent á það. Í stað þess að leysa vandann hefði framleiðslan haldið áfram. Sagði hann gallann geta leitt til súrefnisskorts í farþegarými vélarinnar með tilheyrandi hörmungum.

Skömmu áður en Barnett fannst látinn hafði hann borið vitni í dómsmáli sem hann höfðaði gegn flugvélaframleiðandanum.

Robert Turkewitz, annar tveggja lögmanna Barnetts, segir við New York Post að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar um andlátið. Vill hann að það verði rannsakað í þaula.

„Við gátum ekki séð nein merki þess að hann ætlaði að svipta sig lífi. Við trúum þessu ekki,“ segir hann og bætir við að Barnett hafi verið sjálfum sér líkur áður en hann lést, í góðu skapi og fullur tilhlökkunar vegna dómsmálsins.

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum