Tíu ensk úrvalsdeildarfélög höfnuðu í upphafi vikunnar samningi um að hluta tekna félaga í ensku úrvalsdeildinni yrði dreift niður til neðri deilda. Breska blaðið Daily Mail kveðst hafa undir höndum upplýsingar um hvaða félög ræðir.
Með samningnum hefðu rúmlega 900 milljónir punda dreifst niður fótbolta-pýramídann á Englandi, það er að segja neðri deildir.
Hins vegar höfnuðu tíu félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þessu á mánudaginn. Samkvæmt Daily Mail er um að ræða Arsenal, Chelsea, Tottenham, Liverpool, West Ham, Aston Villa, Wolves, Nottingham Forest, Crystal Palace og Bournemouth. Fjórtán félög hefðu þurft að samþykkja til að samningurinn hefði orðið að veruleika.
Guardian greinir þá frá því að breska ríkisstjórnin sé mjög hissa á niðurstöðunni. Lucy Frazer, menningarmálaráðherra, hefur talað fyrir því að samningurinn verði samþykktur.
Svo gæti farið að yfirvöld beiti sér nú í málinu en félögin sem höfnuðu samningnum telja ekki rétt að láta fjármuni af hendi til félaga sem gætu keypt við þau á einhverjum tímapunkti.