Alexander var aðeins átta ára þegar hann veiktist alvarlega af mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki. Um er að ræða smitsjúkdóm af völdum veiru sem getur lagst þungt á taugakerfi líkamans. Bóluefni er til við sjúkdómnum í dag.
Veikindin gerðu það að verkum að Paul gat ekki andað sjálfur og þurfti hann því að reiða sig á járnlungað. Þó að ný tækni hafi leyst járnlungað af hólmi fyrir margt löngu notaði Paul það áratugum saman og allt til dauðadags.
Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Paul hafi afrekað ýmislegt þrátt fyrir heilsuleysi sitt; hann gaf út bæur, kláraði nám í lögfræði og ferðaðist vítt og breitt um heiminn. 21 árs gamall varð hann fyrsti Dallas-búinn til að klára menntaskólanám án þess að mæta í tíma.
Hann fékk svo inn í Southern Methodist-háskólann í Dallas þar sem hann lauk lögfræðinámi og fékk réttindi til málflutnings fyrir dómstólum.
Paul lést á mánudag og segir Christopher Ulmer, talsmaður styrktarsjóðs hans, að hann hafi verið einstakur maður og mikil fyrirmynd sem lét ekkert stöðva sig.