fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Látinn 78 ára að aldri eftir að hafa varið stærstum hluta lífs síns í járnlunga

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Paul Alexander er látinn, 78 ára að aldri, en líf hans var óvenjulegt fyrir þær sakir að hann varði stærstum hluta þess í svokölluðu járnlunga.

Alexander var aðeins átta ára þegar hann veiktist alvarlega af mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki. Um er að ræða smitsjúkdóm af völdum veiru sem getur lagst þungt á taugakerfi líkamans. Bóluefni er til við sjúkdómnum í dag.

Veikindin gerðu það að verkum að Paul gat ekki andað sjálfur og þurfti hann því að reiða sig á járnlungað. Þó að ný tækni hafi leyst járnlungað af hólmi fyrir margt löngu notaði Paul það áratugum saman og allt til dauðadags.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Paul hafi afrekað ýmislegt þrátt fyrir heilsuleysi sitt; hann gaf út bæur, kláraði nám í lögfræði og ferðaðist vítt og breitt um heiminn. 21 árs gamall varð hann fyrsti Dallas-búinn til að klára menntaskólanám án þess að mæta í tíma.

Hann fékk svo inn í Southern Methodist-háskólann í Dallas þar sem hann lauk lögfræðinámi og fékk réttindi til málflutnings fyrir dómstólum.

Paul lést á mánudag og segir Christopher Ulmer, talsmaður styrktarsjóðs hans, að hann hafi verið einstakur maður og mikil fyrirmynd sem lét ekkert stöðva sig.

Paul var margt til lista lagt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“