fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fréttu í vikunni að sonur þeirra hefði dáið fyrir fimm mánuðum

Pressan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:40

Itay Chen var talinn vera í haldi Hamas. Hann lést hins vegar þann 7. október síðastliðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm mánuði hafa foreldrar hins nítján ára gamla Itay Chen beðið á milli vonar og ótta um að hann komist heim óhultur.

Itay, sem var af ísraelsku og bandarísku bergi brotinn, var í hringiðu atburðana í Ísrael þann 7. október síðastliðinn þegar vopnaðir liðsmenn Hamas myrtu fjölda óbreyttra borgara og tóku fjölda fólks í gíslingu.

Itay var liðsmaður ísraelska hersins og í fimm mánuði var talið að honum hefði verið rænt og hann væri enn í haldi Hamas-samtakanna.

Í vikunni fengu aðstandendur þó þær sorgarfréttir frá hernum að Itay væri látinn og raunar hefði hann látist þann sama dag og liðsmenn Hamas gerðu innrásina, 7. október.

Itay var í Ísrael við landamæri Gaza þegar hann var skotinn til bana og var lík hans fjarlægt farið með það yfir landamærin.

Chen ólst upp í Ísrael en dvaldi einnig reglulega í New York þar sem faðir hans fæddist.

Joe Biden Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu eftir tíðindin í gær þar sem hann sagðist vera sorgmæddur yfir fréttunum af andláti Chens. Sagði hann að hugur hans væri hjá aðstendendum þeirra sem eiga ástvini í haldi Hamas-samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum