Itay, sem var af ísraelsku og bandarísku bergi brotinn, var í hringiðu atburðana í Ísrael þann 7. október síðastliðinn þegar vopnaðir liðsmenn Hamas myrtu fjölda óbreyttra borgara og tóku fjölda fólks í gíslingu.
Itay var liðsmaður ísraelska hersins og í fimm mánuði var talið að honum hefði verið rænt og hann væri enn í haldi Hamas-samtakanna.
Í vikunni fengu aðstandendur þó þær sorgarfréttir frá hernum að Itay væri látinn og raunar hefði hann látist þann sama dag og liðsmenn Hamas gerðu innrásina, 7. október.
Itay var í Ísrael við landamæri Gaza þegar hann var skotinn til bana og var lík hans fjarlægt farið með það yfir landamærin.
Chen ólst upp í Ísrael en dvaldi einnig reglulega í New York þar sem faðir hans fæddist.
Joe Biden Bandaríkjaforseti birti yfirlýsingu eftir tíðindin í gær þar sem hann sagðist vera sorgmæddur yfir fréttunum af andláti Chens. Sagði hann að hugur hans væri hjá aðstendendum þeirra sem eiga ástvini í haldi Hamas-samtakanna.