fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:00

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir Rússar muni senda hermenn og hergögn að finnsku landamærunum vegna inngöngu Finna í NATÓ.

Þetta segir hann í stóru viðtali við rússnesku ríkisfréttastofuna RIA og ríkissjónvarpsstöðina Rossyia-1. Hann segir einnig að innganga Finna og Svía í NATÓ sé „tilgangslaust skref“.

„Þetta er algjörlega tilgangslaust skref (fyrir Finnland og Svíþjóð, innsk. blaðamanns) út frá sjónarhorninu um að tryggja þjóðarhagsmuni sína. Við vorum ekki með hersveitir þar (við finnsku landamærin, innsk. blaðamanns) en nú verða þeir þar. Það voru ekki vopnakerfi þar, nú verða þau þar,“ sagði Pútín.

Finnar fengu aðild að NATÓ í apríl á síðasta ári en Svíar í síðustu viku.

Finnland á 1.340 km löng landamæri að Rússlandi.

Pútín segir einnig í viðtalinu að Rússar séu reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum ef fullveldi landsins sé ógnað og að þeir hafi aldrei haft neina þörf fyrir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð