fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Ósáttur við skrefið sem Gylfi Þór virðist ætla að taka – „Ég nenni ekki að hlusta á þetta“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Gylfi Þór Sigurðsson þokist nær Val. Þetta var rætt í hlaðvarpinu vinsæla Steve Dagskrá í gær.

Gylfi sneri aftur á fótboltavöllinn í haust með Lyngby, auk þess sem hann sneri aftur í íslenska landsliðið, en rifti samningi sínum í Danmörku í vetur vegna meiðsla. Fór hann í endurhæfingu á Spáni, þar sem hann æfði svo með Fylki og síðar Val í æfingaferð liðsins.

Gylfi er uppalinn hjá FH en spilaði einnig með Breiðabliki áður en hann hélt út í atvinnumennsku ungur að árum.

„Ef Gylfi er að koma heim, einn besti fótboltamaður okkar í sögunni, þá finnst mér „pathetic“ að hann fari í Val. Sorrí. Þú ert kominn heim, gerðu þetta af viti, farðu á miðjuna hjá FH og tæklaðu og djöflastu,“ segir Vilhjálmur Freyr Hallsson, annar þáttastjórnenda Steve Dagskrá og FH-ingur.

Rætt hefur verið um að atvinnumannaumhverfið hjá Val heilli Gylfa.

„Er þetta út af einhverjum morgunæfingum? Þú getur örugglega hitt Aron Pálmars (leikmann FH í handbolta) í lyftingasalnum og tekið góða rækt þar.“

Gylfi sagði eitt sinn að markmiðið væri að snúa aftur í FH áður en ferlinum lyki.

„Ég nenni ekki að hlusta á þetta. Hann er að verða 35 ára og hefur æft vel lengi. Nú ertu bara kominn heim og það er kominn tími til að standa við það sem þú sagðir, að þú myndir enda ferilinn í FH. Ekki fara í Val. Hættu bara frekar en að fara í Val,“ segir Vilhjálmur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Í gær

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag