fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Algjör tilviljun varð til þess að 120 ára gömul ráðgáta leystist

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 13:30

Svona lítur flakið út í dag. Mynd:Brad Duncan/CSIRO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. júlí 1904 sigldi SS Nemesis úr höfn í Newcastle í Ástralíu. Skipið var 73 metrar á lengd og um borð var 32 manna áhöfn. Farmurinn var kol. Förinni var heitið til Melbourne en þangað skilaði skipið sér aldrei.

Nýleg uppgötvun, sem var gerð fyrir algjöra tilviljun, varð til þess að flak skipsins fannst á hafsbotni og þar með leystist þessi 120 ára gamla ráðgáta um hvað varð um skipið.

Síðast sást til þess í miklum öldugangi undan bænum Wollongong, sem er rétt sunnan við Sydney, af áhöfn annars skips sem lenti einnig í óveðri þar.

Vikurnar á eftir rak lík áhafnarmeðlima á land á Cronulla Beach auk hluta úr stýri skipsins og öðru braki. En þrátt fyrir mikla umfjöllun fjölmiðla og áhuga almennings á málinu, þá fannst flakið aldrei.

The Guardian segir að þegar Subsea Professional Marien Services, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að leita að gámum sem hefur tekið fyrir borð, var að leita að gámun undan strönd Sydney árið 2022 hafi það fyrir tilviljun fundið flak skipsins.

Það liggur á hafsbotni um 26 km frá ströndinni, á um 160 metra dýpi. Skipsskrokkurinn situr á sandsléttu en bæði skuturinn og stefnið eru mikið skemmd.

Strax frá upphafi var talið að þetta væri flak SS Nemesis en erfitt reyndist að staðfesta það með fullri vissu vegna þess hversu djúpt er niður á flakið.

Opinber vísindastofnun var fengin til aðstoðar og náði hún myndum af flakinu. Þegar þær voru bornar saman við ljósmyndir og teikningar var hægt að staðfesta að flakið er af SS Nemesis.

Út frá myndunum telja sérfræðingar að skipið hafi ekki ráðið við óveðrið sem það lenti í og þegar stór alda skall á því, hafi það sokkið svo hratt að tími  hafi ekki gefist til að sjósetja björgunarbáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?