The Times skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem sjóðurinn segi, þá séu litlir og stórir bankar berskjaldaðir vegna mikilla útlána til kaupa á atvinnuhúsnæði á tímum efnahagslegrar óvissu og hærri vaxta og hugsanlegrar verðlækkunar á atvinnuhúsnæði.
Hærra vaxtarstig í Bandaríkjunum hefur valdið 11% lækkun á verði atvinnuhúsnæðis síðan 2022 og reiknað er með 10% lækkun til viðbótar á þessu ári.
Þetta er ógn við fjárhagslegan stöðugleika því um þriðjungur allra bandarískra banka gæti orðið fyrir tapi ef lánin verða ekki endurgreidd.
Vaxandi áhyggjur hafa verið um stöðu bandaríska bankakerfisins síðustu daga, sérstaklega í kjölfar þess að verð hlutabréfa í New York Community Bancorps lækkaði um 25% vegna taps tengdu útlánum bankans til kaupa á atvinnuhúsnæði.