AC Milan mun reyna að fá Arda Guler á láni frá Real Madrid í sumar. Calciomercato segir frá.
Guler, sem er mikið efni, gekk í raðir Real Madrid frá Fenerbahce í heimalandinu síðasta sumar en hefur lítið spilað og verið töluvert frá vegna meiðsla.
Áhyggjur eru uppi um spiltíma kappans og því gæti hann farið annað á láni á næstu leiktíð.
Milan reyndi að fá Guler áður en Real Madrid nappaði þessum 19 ára gamla leikmanni í fyrra. Nú vill félagið fá hann á láni og helst hafa kaupmöguleika með því.