Sigríður Hrund Pétursdóttir, sem er í framboði til embættis forseta Íslands, hyggst gera víðreist á næstu dögum og blæs til hringferðar um landið.
Í tilkynningu til fjölmiðla kemur fram að dagana 13-17. mars muni frambjóðandinn funda á fjórum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík og Akureyri.
„Þar kemur Sigríður Hrund til með að bjóða til kaffispjalls á opnum fundum og heimsækja vinnustaði þar sem fólki gefst tækifæri til að eiga beint og milliliðalaust samtal við hana um þau mál sem helst á því brennur,“ segir í tilkynningunni.
Dagskráin er eftirfarandi:
Sauðárkrókur
Miðvikudagur 13. mars
• kl. 17:00, Kaffi Krókur
Siglufjörður
Fimmtudagur 14. mars
• kl. 12:00, Torgið
• kl. 18:00, Sigló Hótel
Dalvík
Föstudagur 15. mars
• kl. 15:00, Kaffihús Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi
Akureyri
Laugardagur 16. mars
• kl.16:00, Mói Bistro, Hofi
Sunnudagur 17. mars
• kl. 16:00, Ketilkaffi
þessum fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar mun hún heimsækja fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Akureyri