fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Jón Þór lofsyngur Hinrik – „Það sýnir hugarfarið og þann einstakling sem hann hefur að geyma“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 07:00

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinrik Harðarson gekk í raðir ÍA í vetur eftir frábært tímabil með Þrótti í fyrra. Þjálfari fyrrnefnda liðsins, Jón Þór Hauksson, er himinnlifandi með framherjann unga.

Hinrik skoraði 11 mörk í 22 leikjum með Þrótti í fyrra og átti stóran þátt í að liðið hélt sér uppi í Lengjudeildinni.

„Við vissum það og lögðum gríðarlega áherslu á að fá Hinrik. Ég hef fylgst lengi með honum og alltaf verið mjög hrifinn af honum,“ segir Jón Þór í sjónvarpsþætti 433.is.

video
play-sharp-fill

Skagamenn höfðu elst við Hinrik í nokkurn tíma.

„Við reyndum að kaupa hann áður en glugginn lokaði í sumar en hann var bara einbeittur á að klára sitt verkefni í Þrótti. Það var bara virðingarvert, þeir voru í fallbaráttu í Lengjudeildinni og hann vildi ekki fara frá borði á þeim tímapunkti. Það sýnir hugarfarið og þann einstakling sem hann hefur að geyma.“

Hinrik ákvað að flytja úr bænum og upp á Skaga eftir skiptin til ÍA.

„Það kom fram á fundum okkar í haust að ef hann myndi ganga til liðs við okkur myndi hann vilja fara alla leið, flytja upp á Skaga og gera þetta af krafti. Hann hefur svo sannarlega gert það,“ segir Jón Þór.

ÍA fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra og er nýliði í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
Hide picture