Miðasala á leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því þýska í undankeppni EM 2025 er hafin.
Leikurinn fer fram þriðjudaginn 9. apríl á Tivoli í Aachen. Um er að ræða annan leik liðanna í undankeppni EM 2025, en Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli í fyrsta leik sínum á meðan Þjóðverjar heimsækja Austurríki.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en neðri tvö í umspil.
Hægt er að nálgast miða hér.