fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Naut nafnleyndar við umsókn um opinbert starf sem hann fékk

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 19:30

Drammen í Noregi. Mynd: Wikimedia Commons-Knut Arne Gjertsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisútvarpið NRK greindi frá því fyrr í dag að maður sem naut nafnleyndar þegar hann sótti um yfirmannsstöðu hjá sveitarfélaginu Drammen hefði fengið starfið. Maðurinn hafði gegnt stöðunni tímabundið en hefur nú hlotið fastráðningu. Sérfræðingur gagnrýnir málsmeðferðina og segir hana bera keim af klíkuskap.

Sérfræðingur í lögum um opinberar upplýsingar segir tilgangslaust að leyfa umsækjendum um opinberar stöður að njóta nafnleyndar í Noregi og segir slíkt orðið æ algengara sem sé ekki heillavænleg þróun.

Drammen auglýsti nýlega eftir umsækjendum um stöðu yfirmanns samfélagsmála (n. direktør for samfunn). Alls sóttu 10 karlar og níu konur um stöðuna þar á meðal var kona sem starfaði sem undirmaður mannsins sem þá gegndi stöðunni tímabundið og sótti sjálfur um. Sá heitir Bertil Horvli en hann hafði gegnt stöðunni í eitt og hálft ár án þess þó að vera fastráðinn. Hann óskaði eftir að njóta nafnleyndar í umsóknarferlinu og því var nafn hans ekki birt á opinberum lista yfir umsækjendur.

Horvli hefur áður gegnt ýmsum stöðum hjá sveitarfélaginu.

Hafi verið skaðlegt að gefa nafnið upp

Áðurnefndur sérfæðingur, Gunnar Bodahl-Johansen, segir þetta ekki í samræmi við lög og telur slíka nafnleynd, sérstaklega gagnvart manni í þessari stöðu, skapa vantraust gagnvart yfirvöldum í Drammen.

Hann segir að fólk sem sæki um störf hjá hinu opinbera og óski eftir að njóta nafnleyndar sé óhæft til að gegna opinberum stöðum.

Horvli vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á Trude Andresen sem er æðsti embættismaður sveitarfélagsins (n. kommunedirektør) og yfirmaður Horvli síðasta eina og hálfa árið. Hún veitti samþykki sitt fyrir því að Horvli skyldi njóta nafnleyndar og réði hann svo í stöðuna.

Hún segir að rök hans fyrir því að njóta nafnleyndar hafi á endanum vegið þyngra en rök fyrir því að gagnsæis yrði gætt þegar kæmi að hinum opinbera lista yfir umsækjendur. Hún segir að Horvli standi nú í viðkvæmum samningaviðræðum við einkafyrirtæki fyrir hönd Drammen vegna ýmissa verkefna sem varði skipulag og þróun sveitarfélagsins og að birta nafn hans á listanum hefði grafið undan honum og skaðað sveitarfélagið í leiðinni.

Gunnar Bodahl-Johansen segist eiga bágt með að skilja hvernig það hefði átt að skaða sveitarfélagið að birta nafn Horvli með öðrum umsækjendum um stöðuna. Framganga sveitarfélagsins í málinu geti gefið til kynna að um klíkuskap hafi verið að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“