Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytis, en embættið var auglýst til umsóknar í febrúar og rann umsóknarfrestur út fyrir helgi.
Eftirfarandi skiluðu umsókn:
- Esther Finnbogadóttir, leiðandi sérfræðingur og forsvarsmaður Lindarhvols
- Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofufstjóri
- Jóhann Ágústsson, viðskiptafræðingur/ráðgjafi
- Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá FAO, WFP og IFAD í Róm.
- Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrum ráðherra
- Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
- Tómas Brynjólfsson, settur ráðuneytisstjóri