Knattspyrnuaðdáendur trúðu vart eigin augum eftir að áhorfandi á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, birti mynd af hamborgara sem þar var til sölu.
Matur á knattspyrnuvöllum er ekki alltaf sá girnilegasti en það er óhætt að segja að þessi ostborgari hafi ekki litið sérlega vel út.
Þá kostaði hann um 1500 krónur sem mörgum finnst og mikið fyrir þetta.
„Ég myndi ekki gefa hundi þetta,“ skrifaði einn netverji um málið.
„Þetta lítur frekar út eins og marglytta en beikon,“ skrifaði annar.
Sjón er sögu ríkari. Hér er mynd af borgaranum.