BT greinir frá þessu og segir að pilturinn og stúlkan hafi verið kærustupar en upp úr sambandinu hafi slitnað fyrir stuttu.
Grunur leikur á að pilturinn hafi þrengt að öndunarvegi stúlkunnar og veitt henni höfuðhögg með þeim afleiðingum að hún lést.
Átti atvikið sér stað á ellefta tímanum í gærkvöldi og fannst stúlkan stórslösuð við dælistöð hitaveitunnar í Hjallerup.
Í umfjöllun BT kemur fram að ungi maðurinn hafi verið færður í gæsluvarðhald og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp.
Hann er sagður hafa játað að hafa veitt stúlkunni áverka en játar ekki að hafa valdið dauða hennar vísvitandi. Auk þess er pilturinn sagður eiga yfir höfði sér ákæru fyrir hafa samræði við einstakling sem er undir lögaldri og notað hótanir og ofbeldi til að ná vilja sínum fram.