fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli stúlkunnar sem var myrt í Danmörku í gærkvöldi

Pressan
Þriðjudaginn 12. mars 2024 15:30

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára piltur sem grunaður er um að hafa myrt þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í gærkvöldi er sagður hafa átt í ástarsambandi við stúlkuna.

BT greinir frá þessu og segir að pilturinn og stúlkan hafi verið kærustupar en upp úr sambandinu hafi slitnað fyrir stuttu.

Grunur leikur á að pilturinn hafi þrengt að öndunarvegi stúlkunnar og veitt henni höfuðhögg með þeim afleiðingum að hún lést.

Átti atvikið sér stað á ellefta tímanum í gærkvöldi og fannst stúlkan stórslösuð við dælistöð hitaveitunnar í Hjallerup.

Í umfjöllun BT kemur fram að ungi maðurinn hafi verið færður í gæsluvarðhald og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp.

Hann er sagður hafa játað að hafa veitt stúlkunni áverka en játar ekki að hafa valdið dauða hennar vísvitandi. Auk þess er pilturinn sagður eiga yfir höfði sér ákæru fyrir hafa samræði við einstakling sem er undir lögaldri og notað hótanir og ofbeldi til að ná vilja sínum fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður