Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða, voru dæmdir í fangelsi vegna brota sinni nú fyrir stundu. Vísir greinir frá þessu dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu. Í frétt miðilsins kemur fram að Sindri Snær, sem er 26 ára gamall, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór, 25 ára, hlaut átján mánaða dóm.
Tvímenningarnir voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaður af ákæru um skipulagningu, og hlutdeild í skipulagningu, hryðjuverka. Sindri Snær og Ísidór höfðu báðir játað vopnalagabrot að hluta og því lá fyrir að þeir yrðu að öllum líkindum sakfelldir fyrir þau brot.
Gæsluvarðhald sem tvímenningarnir hafa sætt verður dregið frá refsingu þeirra.
Fréttin verður uppfærð