fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Þórhallur segir það sorglegt að hann þurfi enn að minna á það sama og hann gerði fyrir 18 árum

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Heimisson prestur, sem býr og starfar í Svíþjóð, segir í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni að það sé sorglegt að grein sem hann skrifaði um innflytjendur á Íslandi árið 2006 skuli enn eiga erindi, miðað við umræðu síðustu vikna. Því endurbirtir hann greinina í færslunni en þar minnir hann Íslendinga á að hafa helsta grundvöll kristninnar í huga gagnvart innflytjendum, Gullnu regluna.

Þórhallur segir Gullnu regluna eina helstu undirstöðu siðfræði Vesturlandabúa:

„Hana er að finna í ræðu Jesú Krists í Matteusarguðspjalli og hún hljóðar þannig með orðum hans: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“.“

Í ljósi þessarar reglu sé sorglegt hvernig heyrst hafi talað um innflytjendur hér á landi að undanförnu:

„“Þessir“ innflyjendur eru sagðir „pakk“, það þarf að vernda börnin okkar fyrir „þeim“, „þeir“ eru allir nauðgarar og glæpamenn, best væri setja „þá“ í gám og senda þá burt af landi … og margt hefur verið sagt þaðan af verra. Saga 20. aldarinnar sýnir hvert slík orðræða leiðir.“

Íslendingar ætlist hins vegar til að vel sé tekið á móti þeim þegar þeir flytji til annarra landa. Hann minnir á að um 50.000 Íslendingar búi erlendis.

Hann hvetur þá Íslendinga sem enn búa á Íslandi til að taka vel á móti innflytjendum. Þeir auðgi landið og menninguna. Taka ætti á móti þeim með sama hætti og Íslendingar sem flytja til annarra landa myndu vilja að tekið yrði á móti þeim og fylgja þannig Gullnu reglunni:

„Tökum vel á móti fólki sem vill auðga okkur með reynslu sinni, menningu sinni og trú. Umfram allt, virðum hvort annað sem manneskjur, sem börn Guðs, hvort sem við erum kristin eða múslímar, frá Íslandi, Litáen, Póllandi, Ísrael, Palestínu, Danmörku eða Filipseyjum. Hættum að skipta þeim sem hér búa í „Við“ og „Þessir hinir“.“

„Það er að segja, ef við viljum að Gullna reglan sé áfram leiðarljós okkar í þessu landi,“ segir Þórhallur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“