fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Ótrúlegt klúður í pappírsvinnu varð til þess að hann þarf nú að mæta fyrir rétt

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, þarf að mæta fyrir rétt á næstunni vegna þess sem talið er klúður í pappírsvinnu í kjölfar hraðaksturs hans í London. Evening Standard segir frá.

Mercedes-bifreið sem Cunha var með á langtímaleigu var í júlí í fyrra tekin á myndavél um 47 kílómetra (29 mílna) hraða þar sem aðeins mátti vera á um 32 kílómetra (20 mílna) hraða.

Cunha er sakaður um að hafa ekki svarað bréfum lögreglu vegna þessa í fjóra mánuði og þarf nú að mæta fyrir rétt þann 5. apríl næstkomandi vegna málsins. Þar þarf hann að veita nánari upplýsingar um málið.

Samkvæmt upplýsingum Evening Standard fékk fyrirtækið sem leigði Cunha bílinn fyrst bréf frá lögreglu vegna hraðakstursins og veitti það nafn Cunha, sem fékk þá bréf sent heim til sín.

Þar fékk Brasilíumaðurinn fjögurra vikna frest til að svara og svo meira að segja viku til viðbótar. Hann svaraði ekki.

Cunha sagðist í janúar á þessu ári vera saklaus í þessu máli og að hann hafi þegar veitt upplýsingar um hver hafi verið að keyra bifreiðina þegar hún náðist á myndavél.

Segir hann að starfsmaður Wolves geti borið vitni í máli hans þar sem hún hafi borðið ábyrgð á því að láta vita hver hafi verið að keyra bílinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta pirraður eftir leikinn: ,,Aldrei séð svona áður“

Arteta pirraður eftir leikinn: ,,Aldrei séð svona áður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wolves vonast til að fæla Arsenal burt

Wolves vonast til að fæla Arsenal burt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar
433Sport
Í gær

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“