TikTok-stjarnan Wouter Corduwener talar 29 tungumál og hefur slegið í gegn á miðlinum. Hann skorar á fólk á götunni: Ef þú getur talað tungumál sem hann kann ekki, þá þarf hann að punga út 20 evrum, eða um þrjú þúsund krónum.
Þar sem Corduwener talar næstum þrjátíu tungumál heldur hann oftast peningnum en hann hafði aldrei áður lent á Íslendingi.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@woutercorduwener If they speak a language I don’t speak, they win 20 euros @Lingualizer #foryou #fyp #tamil ♬ original sound – Wouter Corduwener
Myndbandið hefur fengið yfir tvær milljónir í áhorf og hafa fjölmargir Íslendingar skrifað við það. „Loksins kemur Ísland,“ skrifaði ein.
Aðrir Íslendingar bentu Corduwener á að hann hafi þýtt sumt af því sem Íslendingurinn sagði í myndbandinu vitlaust. Eins og þegar hann sagði: „Það er búið að vera alveg frábært“ kemur texti yfir myndbandið: „My name is Robert.“