Pilturinn var farþegi í litlum fólksflutningabíl sem lenti í árekstri við vöruflutningabíl. Ökumaður minni bílsins, sem pilturinn ungi var farþegi í, virðist ekki hafa virt stöðvunarskyldu með fyrrgreindum afleiðingum.
Eldur kom upp eftir áreksturinn en vegfaranda sem varð vitni að slysinu tókst að draga drenginn út úr brennandi flaki bifreiðarinnar. Átta af þeim níu sem létust tilheyrðu tveimur fjölskyldum Amish-fólks á svæðinu og þá lést ökumaður flutningabílsins einnig.
Yngsta fórnarlamb slyssins var sex mánaða en hinir sem létust voru á aldrinum 18 til 51 árs.