Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr eru úr leik í Meistaradeildinni í Asíu eftir tap gegn Al-Ain í gær.
Staðan var 4-4 eftir tvo leiki og framlengingu en Al-Nassr tapaði í vítaspyrnukeppni.
Ronaldo skoraði úr víti í framlengingu og í vítaspyrnukeppninni en hann hefði svo sannarlega skorað fleiri mörk.
Ronaldo fékk algjört dauðafæri í leiknum en klikkaði þegar hann stóð nánast inn í markinu.
Færið má sjá hér að neðan.
CRISTIANO FROM 3 YARDS TO TIE IT ON AGGREGATE 😳pic.twitter.com/IIDDAvNLBL
— Football Report (@FootballReprt) March 11, 2024