fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Ég hélt að ég væri að fara að deyja og þorði ekki að fara til læknis“

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2024 08:29

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ársæll Ársælsson fyrrum afreksmaður í sundi og vaxtarrækt fór á síðasta ári í gegnum vakningarferli þar sem hann fór að sjá og tengja við hluti sem flestir sjá ekki. Gunnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir ferlið hafa verið mjög einmannalegt og flestir hafi talið að hann væri orðinn vitstola.

„Ég veit að margir hrista hausinn þegar ég tala um þessa hluti, en ég verð að tala minn sannleika. Þetta var vægast sagt rosalegt tímabil og mjög harkalegt. En þegar sem mest gekk á var ég aleinn og ég fann vel að fólk hélt að ég væri alveg farinn. Sumir héldu að ég væri kominn aftur í neyslu og aðrir að ég væri í maníu. Fjölskyldan mín er ekki stór og bæði mamma mín og pabbi eru dáin og bróðir minn býr úti, þannig að ég átti í raun engan að til að láta sprauta mig niður og loka mig inni. Ég skil vel að fólk haldi bara að maður sé í maníu eða orðinn kolruglaður þegar maður fer að tala um vakningarferli af þessu tagi. En ég lít svo á að maður verði að standa með sjálfum sér alla leið og það er eitt af því sem hjálpar manni að hraða svona ferli og auka á gáttirnar sem byrja að opnast. En það er erfitt að tala um þessa hluti, af því að þörfin fyrir að vera samþykktur er svo sterk og auðvitað er hluti af manni sem vill bara þegja um þetta svo að enginn dæmi mann. En ég trúi því að við séum komin að tímapunkti núna þar sem allir þurfa að tala sinn sannleika og það fjölgar alltaf í hópi fólks sem hefur vaknað og sér og veit að við erum meira en bara nafnið okkar eða líkaminn,” segir Gunnar, sem hefur nú opnað enn frekar á þessa hluti og er byrjaður að vinna við að aðstoða fólk.

„Alla ævi hef ég verið þannig að ég hef séð og heyrt ýmislegt sem margir sjá ekki. En ég hafði aldrei gert neitt í að opna á það fyrir alvöru. En svo er ég að fara í gegnum tímabil þar sem ég var búinn að vera mjög tengdur og þá gerist eitthvað. Næstu vikurnar fæ ég hinar og þessar sýnir og smám saman verður bara til beint samtal við sálina á mér. Síðan hef ég verið að vinna í því á fullum krafti að opna meira á þessar gjafir og færa mig í að aðstoða fólk. Ég er farinn að taka fólk í tíma og það hafa meira að segja komið til mín miðlar sem ég næ að leiðbeina enn lengra í sínum störfum. Fyrst botnaði ég ekki neitt í neinu og þetta var eins og dulkóðað tungumál, en ég fór bara „all in“ í að tala um þetta við fólk og gerði allt til þess að opna meira á þetta í stað þess að loka á það. Það þýddi auðvitað að margir í kringum mig voru alveg sannfærðir um að ég væri búinn að missa vitið, en ég vissi að ef ég myndi ekki fara alla leið í þessu myndi ég ekki ná lengra.“

Fékk aukaverkanir

Gunnar talar líka í þættinum um tímabilið þegar hann fékk miklar aukaverkanir af bólusetningum við Covid. Gunnar hafði ekki ætlað sér að fara í bólusetningu, en fékk kvaðningu frá sóttvarnalækni af því að hann var sagður í áhættuhópi.

„Þannig að ég lét til leiðast á endanum. Það var síðan um það bil vikur eftir síðari sprautuna sem aukaverkanirnar byrjuðu. Ég bjó á 4. hæð í húsi og fór beinlínis að lenda í miklum erfiðleikum með að komast upp stigann. Svo ágerðist þetta bara og ég fór að finna almennt fyrir mikilli mæði og hjartslætti og því fylgdi svo köfnunartilfinning, þannig að oftast þegar ég var búinn að labba upp stigann heima fór ég beint út á svalir til að reyna að ná andanum, köfnunartilfinningin var það sterk. Í kjölfarið tók við margra mánaða tímabil þar sem ég var mjög slæmur og fólkið í kringum mig hvatti mig til að fara til læknis eða á bráðamóttökuna. En ég frestaði því alltaf af því að ég þorði ekki að horfast í augu við stöðuna. Ég hélt að ég væri að fara að deyja og þorði ekki að fara til læknis,“ segir Gunnar og heldur áfram:

„Eftir á að hyggja er hálfgalið að ég hafi ekki látið skoða mig á þessum tímapunkti, en ég varð bara kvíðnari og kvíðnari og þorði ekki að ganga í málið. Ég hætti að geta sofið almennilega og var alveg hættur að gera líkamsræktaræfingar. Það var ekki fyrr en eftir um fimm mánuði af þessu ástandi sem ég fór að byrja að skána eitthvað. En svo fékk ég Covid og þá varð ég mér úti um Ivermectin og öll einkenni hurfu mjög hratt. Og það sem meira var, þá er eins og það sem eftir var af aukaverkunum bóluefnisins hafi líka byrjað að fara strax í kjölfarið. Þegar ég fór að segja fólki frá þessu voru ýmsir sem töldu mig ver að ljúga og það eru sumir ennþá þar. Sem er í raun súrrealísk upplifun. Að fólk horfi í augun á manni og afneiti manns eigin reynslu. Ábyrgð fjölmiðla er þar mikil, af því að það var bara ein skoðun leyfð á meðan á faraldrinum stóð og þeir sem bentu á eitthvað annað voru bara hrópaðir niður. Það hefur enn ekkert verið gert upp eftir þetta tímabil og áhuginn á að fara yfir það sem fór úrskeiðis virðist lítill. Í mínum huga þurfum við að passa að það endurtaki sig ekki að það myndist ástand þar sem bara ein skoðun er leyfð og svo sé allt bara þaggað niður þegar fram koma upplýsingar sem benda til þess að hlutirnir hafi ekki verið svona svarthvítir og einfaldir.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“