fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Matthías Johannessen er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 05:07

Matthías Johannessen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Johannessen lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ár að aldri. Matthías var ritstjóri Morgunblaðsins í rúmlega 41 ár og hefur enginn gegnt þeirri stöðu lengur.

Morgunblaðið skýrir frá andláti hans í dag.

Matthías varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum, með bókmenntir sem aðalgrein, frá Háskóla Íslands.

Hann hóf störf hjá Morgunblaðinu 1951, samhliða námi, en þá var hann 21 árs. Hann var ráðinn ritstjóri blaðsins 1959, aðeins 29 ára. Þar tók hann við ritstjórastöðu við hlið Valtýs Stefánssonar, dr. Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur. Síðar starfaði hann með Eyjólfi Konráð Jónssyni og Styrmi Gunnarssyni.

Auk þess að sinna ritstjórn sinnti Matthías skáldskap og skilur hann eftir sig tugi bóka, ljóðabóka, leikrita, ritgerða, viðtalsbóka og ævisagna. Þrjár bóka hans voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hann hélt ritstörfum áfram eftir að hann lét af störfum sem ritstjóri og hafði margt fram að færa í þjóðmálaumræðunni.

Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum, var til dæmis í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, innan Sjálfstæðisflokksins, Stúdentaráðs HÍ og Blaðamannafélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks