fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hópur skíðafólks fraus í hel í Svissnesku Ölpunum

Pressan
Þriðjudaginn 12. mars 2024 07:30

Grand Combin í Svissnesku Ölpunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hélt sex manna hópur skíðagöngufólks, sem var á aldrinum 21 til 58 ára, af stað frá Zermatt í Sviss og var markmiðið að ganga til bæjarins Arolla sem er nærri Matterhorn fjallinu.

Um klukkan 17 á laugardaginn sendi hópurinn neyðarkall frá sér en ekki var hægt að senda þyrlur eða björgunarfólk til leitar því brjálað veður var á þessu slóðum en fólkið var þá statt í um 3.500 metra hæð yfir sjávarmáli.

Björgunarfólk fann fimm úr hópnum á sunnudaginn og var fólkið látið er að var komið. Það hafði reynt að gera sér snjóhús til að geta verið í skjóli undan veðrinu en það hjálpaði lítt. Talið er að fólkið hafi frosið í hel.

Mirror segir að fimm úr hópnum séu úr sömu svissnesku fjölskyldunni.

Anjan Truffer, sem stýrði leitinni, sagði í samtali við svissneska fjölmiðla að aðkoman hafi verið hræðileg. Fólkið hafi greinilega reynt að búa til snjóhús til að komast í skjól undan vindinum. Fólkið hafi síðan frosið í hel. Líkin hafi verið dreifð um svæðið og bendi það til að fólkið hafi fyllst örvæntingu áður en það missti meðvitund og fraus í hel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið