Der Spiegel skýrir frá þessu og segir að meðal þess sem fannst í íbúðinn séu 1,2 kg af gulli. Verðmæti þess er talið vera sem nemur um 11 milljónum íslenskra króna.
Í skáp, með tvöföldum botni, fundust sem svarar til sex milljóna íslenskra króna í reiðufé. Þess utan fundust skotvopn og skotfæri í íbúðinni.
Talskona lögreglunnar vildi ekki tjá sig um þetta þegar Bild leitaði hennar og sagði aðeins að vegna rannsóknarhagsmuna tjái lögreglan sig ekki um hvað fannst.