fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Dýrkeyptur kappleikur – Aflima þurfti marga áhorfendur

Pressan
Þriðjudaginn 12. mars 2024 04:22

Travis Kelce er ein helsta stjarna Kansas Chiefs. Mynd:AP/Rick Scuteri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að það hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölda áhorfenda á leik í bandarísku ruðningsdeildinni NFL að hafa mætt á leikinn. Hann fór fram í janúar og mættust Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.

Tuttugu stiga frost var þegar leikurinn fór fram og það hafði sitt að segja fyrir áhorfendur. Aflima varð marga að sögn Christine Hamele, varaforstjóra HCA Midwest Health sem rekur sjö sjúkrahús í Kansas þar sem leikurinn fór fram.

NBC News skýrir frá þessu og hefur eftir Hamele að nú þegar hafi þurft að aflima 12 áhorfendur. 30 manns þurftu að fá meðferð vegna kals eftir leikinn. Þeir 12 sem hefur þurft að aflima eru ekki endilega meðal þessara 30 sagði Hamele og skýrði það með að sumir þeirra hafi ekki leitað á sjúkrahús fyrr en síðar því þeir hafi talið að kalið myndi jafna sig.

15 áhorfendur, þar af 10 með einkenni kals, voru fluttir á sjúkrahús strax að leik loknum en aðrir leituðu þangað síðar.

Fyrir áhugasama má geta þess að Kansas City Chiefs sigruðu í leiknum, 26-7.

Leikurinn fór fram í fjórða mesta frosti sem mælst hefur í leik í NFL frá upphafi. Mesta frostið var 1967 þegar Green Bay Packers sigruðu Dallas Cowboys í 25 stiga frosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður